14.10.2008 | 08:29
800 kr. fyrir kaffipakkann.
Í gær fórum við í verslun hér á Vopnafirði. Við vorum kaffilaus sem var hreint ekki nógu gott. Ég (Fanney) hleyp inní búðina og gríp einn Maxwell house.....sný við....stoppa í forundran...sá ég rétt...nei það getur ekki verið...jú skrambans pakkinn kostaði rétt tæplega 800 krónur. Það rann kalt vatn niður hrygginn á mér. Ætli gamli góði kaffibætirinn drýgður með hvannarrót sé u.þ.b. að verða að veruleika.
Jæja, jæja háu herrar með öll ykkar háulaun vegna þeirrar "ábyrgðar" sem þið þurfið að bera, nú eruð þið búnir að koma peningunum fyrir í skattaparadís einhversstaðar "in the middle of nowhere" og við bóndi og sjúkraliði, með þeim lægst launuðustu á Íslandi í dag þurfum að borga 800 kr. fyrir kaffipakkann okkar. Nei, ókkur er eiginlega orðavant.
13.10.2008 | 08:26
Fyrst IMF svo ESB og kaupa svo
Já sennilega er þetta bara best, ganga í ESB gera útaf við bændur, flytja inn Kaeustzfeldt-Jakob, og þegar við lendum í vöruskorti næst þá erum við ekki einu sinni sjálfum okkur nóg með mat. Kaupum íslenskt sagði einhver í fjölmiðlum um daginn, já það er hægt á meðan einhverjir bændur eru eftir. En stefnan virðist vera sú að gera útaf við þá eins og átti að gera útaf við Íbúðarlánasjóð og það hefði nú verið ákaflega gáfulegt að vera búin að því á þessum síðustu og verstu tímum, er það ekki?
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2008 | 08:16
Tjörnin er vikjunarkostur
Við gröfum göng undir borgina veitum Elliðaánum í Tjörnina í Reykjavík og virkjum svo blessaða Tjörnina neðanfrá eins og verið er að gera á Grænlandi. Orkuveitu Reykjavíkur vantar orku til að standa undir útrásinni og því fínt að þeir líti sér nær í þeim efnum
Orkuútrásin heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 17:33
Ástandið
Já það er ástandið svo maður segi nú ekki meira.
Undanfarna tvo daga hef ég verið ein heima, maður og börn skruppu til höfuðborgar vorrar, og því lítið haft annað að gera en að lesa og horfa á fréttir. Því fleiri fréttir sem maður hlustar á þeim dolfallnari verður maður á þessu ástandi í þjóðfélaginu. Hér þurfa einhverjir ráðamenn að gera grein fyrir gjörðum sínum eða ekki gjörðum.
Hvern á að hengja?? Um leið og örlítil ró hefur færst yfir málin hér á Íslandi er algerlega nauðsynlegt að fara yfir hvert einasta smáatriði þessa máls og þeir sem ábyrgð bera á þessu klúðri þurfa að greiða fyrir það á einn eða annan hátt. Almenningur hefur tapað peningum sínum, fólk getur ekki staðið við skuldbindingar sínar, við höfum verið svívirt af þjóð sem hefur kallað sig vinaþjóð okkar og ráðamenn segja okkur að vera rólegum. Jahá, það var nú nefnilega það, vera róleg. Ég spyr mig nokkurra spurninga: Hverjir stóðu fyrir allri einkavæðingunni? Hverjir stóðu fyrir því að engin höft eru á neinu er varðar fjármálastarfsemi? Hverjir lækkuðu skatta á fyrirtæki "svo þau vildu starfa hér"? Hverjir voru varaðir við þessu en stungu skýrslunum undir stól? Hverjir gerðu ekki neitt þegar mest lá á að gera eitthvað? Og svo að endingu, hverjir í ósköpunum kusu þessa menn?
Nú og svo kemur Dabbi dúkka fram í sjónvarpi og talar um óreiðumenn sem hafi valdið þessu öllu saman. Skammastu þín! Þú stóðst fyrir þessu. Auðvitað fara einkafyrirtækin eins langt og þau geta innan lagarammans og alveg út á dökkgráusvæðin. Það er okkur í blóð borið að gera það. Við gerum það frá því að við hættum á brjósti, þ.e. að komast eins langt og við getum. Það er þeirra sem stjórna að stoppa það af. Þeir eiga að stýra. En nú er svo komið að búið er að stýra öllu í strand og skipið er mölbrotið upp við klettavegginn.
Og svo er það Bretaævintýrið. Ég tek undir það sem ég las hér á bloggi áðan að það á að gera opinbert samtal Árna og Darling og leifa okkur að sjá og dæma sjálfum hvort þar var eitthvað sagt sem öðruvísi hefði átt að vera. Það mundi hreinsa andrúmsloftið umtalsvert. Þvílík framkoma....Og hafa skildu þeir í huga að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Bretar knésetja KB-banka sem hefði í raun átt að vera þeirra haldreipi til þess að missa ekki neitt. Þvílíkir spekúlantar. Ef þeir hefðu aðeins sest niður og hugsað þá hefði verið það eina rétta hjá Bretum að reyna að aðstoða KB við að halda velli. Nei, í stað þess gerðu þeir hann gjaldþrota og saka svo Íslendinga í heild sinni um allt. Ja, einhverjir voru það í Bresku samfélagi sem höfðu trú á þeim, allavega lögðu þeir inn pening hjá þeim og var ráðlagt að gera það af þeirra fjármálaráðgjöfum. Frelsið var jafn mikið hjá Bretum og okkur, ekki höfðu þeir nein höft á starfseminni. Auðvitað er ábyrgðin líka á þeirra höndum, ef ekki meiri en okkar, þetta er jú innan þeirra stjórnsýslukerfis.
Jæja, já þannig er nú það. En róleg er ég ekki!
11.10.2008 | 16:55
Bretar skulu biðjast afsökunar
Mér finnst það grundvallar atriði í þessari samningagerð við Breta, að þeir biðjist afsökunnar á alþjóðagrundvelli á þeim ærumeiðandi ummælum sem þeir höfðu um Ísland og íslenska þjóð. Þeir lítilsvirtu okkur sem þjóð og það er það allra minnsta sem þeir geta gert er að biðjast afsökunnar.
Þokumst nær samkomulagi við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 22:15
Heyr, heyr Ben Murray
Ég held væri rétt að héðan í frá sé hann Íslandsvinur númer 1. Allavega mun ég gefa honum alla þá sviðahausa sem hann getur í sig látið. Það var mikið að einhver tekur upp hanskann fyrir okkur. Þvílikt og annað eins rugl þetta mál alltsaman er. "Misskilningur" það var þá helst, þeir skildu hlutina bara á þann hátt sem hentaði þeim. Þeir þurftu blóraböggul og fundu sér hann sem var Íslands í þessu tilfelli og Guð gefi þeir fái að borga fyrir það!
Sparkað í liggjandi (Ís)land" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |