14.10.2008 | 08:29
800 kr. fyrir kaffipakkann.
Í gær fórum við í verslun hér á Vopnafirði. Við vorum kaffilaus sem var hreint ekki nógu gott. Ég (Fanney) hleyp inní búðina og gríp einn Maxwell house.....sný við....stoppa í forundran...sá ég rétt...nei það getur ekki verið...jú skrambans pakkinn kostaði rétt tæplega 800 krónur. Það rann kalt vatn niður hrygginn á mér. Ætli gamli góði kaffibætirinn drýgður með hvannarrót sé u.þ.b. að verða að veruleika.
Jæja, jæja háu herrar með öll ykkar háulaun vegna þeirrar "ábyrgðar" sem þið þurfið að bera, nú eruð þið búnir að koma peningunum fyrir í skattaparadís einhversstaðar "in the middle of nowhere" og við bóndi og sjúkraliði, með þeim lægst launuðustu á Íslandi í dag þurfum að borga 800 kr. fyrir kaffipakkann okkar. Nei, ókkur er eiginlega orðavant.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fór á kaffíhús um daginn sem ég geri ákaflega sjaldan, var látin borga Kr 375 fyrir 1 kaffibolla
Jón Snæbjörnsson, 14.10.2008 kl. 09:00
Keypti líka kaffi í gær, í Bónus kostaði kr 569, en allt hveiti, sykur og flórsykur búið.
Knús á ykkur og gaman að sjá nýtt blogg
(IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.